mið 05.ágú 2020
Byrjunarlið Man Utd gegn LASK Linz: Lykilmenn á bekknum
Jesse Lingard fær tækifæri í byrjunarliðinu
Manchester United getur tryggt sæti sitt í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld er liðið mætir LASK Linz frá Austurríki klukkan 19:00.

Leikurinn fer fram á Old Trafford en Man Utd vann fyrri leikinn 5-0 í Austurríki.

Sergio Romero er í markinu hjá United. Timothy Fosu-Mensah er í hægri bakverðinum og Brandon Williams vinstra megin. Jesse Lingard fær einnig tækifærið.

Odion Ighalo er fremstur. Paul Pogba, Bruno Fernandes, Anthony Martial, Marcus Rashford, Mason Greenwood og Aaron Wan-Bissaka eru allir á bekknum.

Man Utd: Romero; Fosu-Mensah, Bailly, Maguire, Williams; McTominay, Fred; Mata, Lingard, James; Ighalo

LASK Linz: Schlager; Wiesinger, Trauner, Andrade, Ranftl; Holland, Michorl, Renner, Frieser, Raguz; Balic