miđ 12.ágú 2020
Watford vill meira en 40 milljónir punda fyrir Sarr
Watford er tilbúiđ ađ selja kantmanninn Ismaila Sarr í sumar en félagiđ vill fá meira en 40 milljónir punda fyrir hann.

Sarr kom til Watford frá Rennes á 35 milljónir punda fyrir einu ári síđan.

Hinn 22 ára gamli Sarr átti gott tímabil međ Watford en liđiđ féll úr ensku úrvalsdeildinni á dögunum.

Liverpool hefur međal annars veriđ orđađ viđ Sarr en hann skorađi tvívegis í 3-0 sigri Watford gegn ensku meisturunum í febrúar.

Crystal Palace hefur einnig áhuga en ólíklegt er ađ félagiđ hafi efni á Sarr.