lau 05.sep 2020
Fabio Silva til Wolves á metfé (Stađfest)
Ađeins 18 ára.
Wolves hefur gengiđ frá kaupum á portúgalska framherjanum Fabio Silva fyrir metfé hjá félaginu.

Wolves borgar 35 milljónir punda fyrir Silva sem kemur frá Porto.

Silva er ađeins 18 ára gamall. Hann er mjög efnilegur og skorađi ţrisvar í átján leikjum međ Porto á síđustu leiktíđ. Hann er lykilmađur í yngri landsliđum Portúgala og hefur skorađ 17 mörk í 37 leikjum.

Silva gerđi góđa hluti í Meistaradeild unglingaliđa á síđustu leiktíđ ţar sem hann skorađi fimm mörk og lagđi upp fjögur í 9 leikjum.

Stjórnarformađur Wolves, Jeff Shi, segir ađ njósnarar félagsins hafi fylgst međ Silva frá ţví hann var í U16 liđi Porto. Nú eru hvorki meira né minna en tíu Portúgalar í leikmannahópi Wolves.

Áđur en Wolves keypti Silva var Raul Jimenez dýrastur í sögu félagsins en hann kostađi 30 milljónir punda.