sun 06.sep 2020
Lengjudeildin: Fram vann toppslaginn í Breiđholti
Alexander skorađi sigurmark Fram.
Lćrisveinar Guđjóns unnu heimasigur á Magna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliđi Breiđfjörđ

Fram er á toppi Lengjudeildarinnar eftir 1-0 sigur á Leikni Reykjavík í toppslag. Leikurinn fór fram í Breiđholti.

Alexander Már Ţorláksson kom Fram yfir á 18. mínútu leiksins međ sínu 100. marki í deild og bikar á Íslandi. „Frábćr samleikur milli Fred og Tryggva úti vinstra meginn sem endar međ fyrirgjöf inn á teiginn frá Tryggva beint á kollinn á Alexander Má sem stangar boltann inn," skrifađi Anton Freyr Jónsson í textalýsingu ţegar Alexander skorađi.

Framarar voru sterkir í rigningunni í Breiđholti og ţeir lönduđu sigrinum. Leiknismenn voru reyndar brjálađir alveg undir lok leiksins og vildu fá vítaspyrnu. Fram er á toppnum međ 31 stig eftir 14 leiki spilađa, fimm stigum meira en Leiknir í öđru sćti. Fram hefur ekki leikiđ í efstu deild síđan 2014 en er núna ađ gera alvöru tilraun til ađ komast aftur upp.

Víkingur Ólafsvík vann Magna, 3-2, í fallbaráttuslag í hinum leiknum sem var ađ klárast. Lćrisveinar Guđjóns Ţórđarsonar gengu frá leiknum í fyrri hálfleik međ ţremur mörkum.

Helgi Snćr Agnarsson minnkađi muninn fyrir Magna á 60. mínútu og Kristinn Ţór Rósbergsson minnkađi muninn enn frekar á 89. mínútu, en ţađ var of lítiđ og of seint. Ólsarar er í níunda sćti međ 15 stig, fjórum stigum frá fallsvćđinu. Magni er á botninum međ átta stig.

Leiknir R. 0 - 1 Fram
0-1 Alexander Már Ţorláksson ('18 )
Lestu nánar um leikinn

Víkingur Ó. 3 - 2 Magni
1-0 Emmanuel Eli Keke ('6 )
2-0 Gonzalo Zamorano Leon ('37 )
3-0 Ţorleifur Úlfarsson ('38 )
3-1 Helgi Snćr Agnarsson ('60 )
3-2 Kristinn Ţór Rósbergsson ('89 )
Lestu nánar um leikinn

Önnur úrslit:
Lengjudeildin: Ţróttur og Afturelding međ góđa sigra