ţri 08.sep 2020
Félög í Pepsi Max-deildinni fá sjónvarpsgreiđslur fyrr
Stjórn KSÍ samţykkti á síđasta stjórnarfundi tillögu Guđna Bergssonar formanns og Borghildar Sigurđardóttur formanns fjárhags- og eftirlitsnefndar um ađ greiđa félögum í Pepsi Max deild karla fyrirfram (ef ţau kjósa svo) síđustu sjónvarpsréttargreiđslu ársins (4 milljónir króna á hvert félag) vegna skerts tekjuflćđis ţeirra vegna áhorfendabanns.

Áhorfendabann var stóran hluta ágúst mánađar og í kjölfariđ áhorfendatakmarkanir. Í dag mega 200 áhorfendur vera í hverju hólfi. Meira var rćtt um fjármál félaga á stjórnarfundi KSÍ.

„Guđni Bergsson formađur rćddi um fjármál félaganna og skert tekjuflćđi ţeirra vegna áhorfendabanns. ÍTF hefur óskađ eftir ţví ađ KSÍ skođi hvort sambandiđ geti stutt enn frekar viđ félögin međ frekari styrkjum og ţegar hafa fariđ fram tveir fundir um máliđ međ ÍTF. Guđni og Borghildur halda áfram ađ vinna máliđ í samvinnu viđ ađila frá ÍTF. Fjárhags- og eftirlitsnefnd KSÍ hefur einnig fjallađ um máliđ," segir í fundargerđ.

„Stjórn samţykkti ennfremur ađ fresta frekari ákvörđunartöku varđandi framlag til ađildarfélaga ţar til skýrari mynd liggur fyrir varđandi fjárhagsstöđu KSÍ. Haldiđ verđur áfram samrćđum viđ ÍTF um nćstu skref."