fim 10.sep 2020
Hólmbert á leiđ til Brescia
Hólmbert Aron Friđjónsson, framherji Álasund, er líklega á leiđ til Brescia í Serie B samkvćmt frétt 433.is í dag.

Hólmbert átti öfluga innkomu í íslenska landsliđiđ í Ţjóđadeildinni en hann skorađi gegn Belgum og fiskađi vítaspyrnu gegn Englandi í fyrstu mótsleikjum sínum međ íslenska landsliđinu.

Álasund situr á botni norsku úrvalsdeildarinnar en Hólmbert hefur hins vegar skorađ ellefu mörk í fjórtán leikjum og vakiđ mikla athygli.

Samkvćmt heimildum 433.is hefur fjöldi liđa haft samband viđ Álasund síđustu vikur og reynt ađ kaupa Hólmbert, ţar má nefna liđ í Tyrklandi og Rússlandi.

Allt bendir hins vegar til ţess ađ Brescia kaupi Hólmbert í sínar rađir á nćstu dögum.

Íslenski landsliđsmađurinn Birkir Bjarnason er á mála hjá Brescia en félagiđ féll úr Serie A í sumar.