fim 10.sep 2020
Mike Ashley ósáttur viđ ensku úrvalsdeildina
Mikiđ var rćtt og ritađ um möguleg eigendaskipti Newcastle síđustu mánuđi.
Mike Ashley vill selja Newcastle.
Mynd: Getty Images

Newcastle sendi frá sér yfirlýsingu í gćr ţar sem félagiđ lýsti yfir óánćgju sinni međ ensku úrvalsdeildinni varđandi möguleg eigendaskipti félagsins.

Sádí-arabíski krónprinsinn Mohammed bin Salman leiddi fjárfestahóp á vegum ríkisins og ćtlađi ađ kaupa úrvalsdeildarfélagiđ fyrir 300 milljónir punda.

Eigendaskiptin gengu ţó gríđarlega hćgt fyrir sig og fengu ţau mikla athygli ţar sem margir mótmćltu ţeim af mannúđarástćđum, enda Salman afar umdeild persóna. Hann er međal annars talinn bera ábyrgđ á morđi fréttamanns Washington Post. Jamal Khashoggi, í sádí-arabíska sendiráđinu í Tyrklandi.

Mike Ashley, hinn óvinsćli eigandi Newcastle, vill ólmur selja félagiđ og hann er ósáttur međ ţađ hvernig enska úrvalsdeildin hefur hagađ sér í málinu. Í yfirlýsingu sagđi Newcastle ađ enska úrvalsdeildin hefđi einfaldlega hafnađ eigendaskiptunum en enska úrvalsdeildin hefur svarađ ţessu og segir ţađ ekki rétt.

„Stjórn úrvalsdeildarinnar hefur nokkrum sinnum gefiđ álit sitt á ţví hvađa ađilar taliđ er ađ muni hafa stjórn á félaginu ef skiptin ganga í gegn. Sú skođun er byggđ á lögfrćđilegri ráđgjöf. Ţetta ţýđir ađ hugsanleg yfirtaka gćti haldiđ áfram á nćsta stig ef viđkomandi ađilar veita allar viđeigandi upplýsingar. Ţessir einstaklingar yrđu síđan skođađir af stjórninni," segir í yfirlýsingu frá ensku úrvalsdeildinni.

Nánar má lesa um máliđ á vef BBC.

Newcastle er spáđ 16. sćti ensku úrvalsdeildarinnar í spá fréttamanna Fótbolta.net. Newcastle hefur á undanförnum dögum opnađ veskiđ til ađ fá inn nýja leikmenn, en enska úrvalsdeildin hefst aftur um helgina.

Sjá einnig:
„Sá fyrir mér byrjunarliđ međ Bale, Werner, Koulibaly, Kroos og Kane"