fim 10.sep 2020
Tufa: Týpískur bikarleikur
Tufa var gríđarlega stoltur af sínum strákum eftir sigur á HK í 8-liđa úrslitum Mjólkurbikarsins sem fram fór á Origovellinum fyrr í kvöld. Valur verđur í pottinum ásamt ÍBV, FH og KR.

„Mjög ánægður með að vinna þetta á endanum, týpískur bikarleikur þar sem voru færi á báða bóga, þetta var flott HK lið en mér fannst í framlengingunni við vera sterkari aðilinn og vinnum þetta sannfærandi.''

„Síðasta hálftíma leiksins var eins og við værum að bíða eftir að tíminn klárist og við vorum ekki sáttir með það en í bikarleikjum verður maður að vera klár í 120 mínútur og við vorum heldur betur klárir í það í dag.''


Valur tefldi fram frekar breyttu liði frá því sem maður hefur séð hingað til í sumar, voru þeir að gefa mönnum tækifæri?

„Við töldum okkur þurfa að gera breytingar, það eru margir leikir framundan, við erum frábæran hóp og allir vita sem hafa fylgst með Val að allt snýst um liðið hjá okkur og þeir skiluðu góðri frammistöðu í dag.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Tufa betur um leikinn, breytingarnar á liðinu, stöðu Birkis og Orra ásamt framhaldinu.