fös 11.sep 2020
Glódís spáir í leiki umferðarinnar í Pepsi Max-deild kvenna
Glódís Perla Viggósdóttir
Gunnar Borgþórsson var með einn leik réttan þegar hann spáði í Pepsi Max-deild kvenna í vikunni.

Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðskona, spáir í leikina að þessu sinni.

KR 1 – 1 Selfoss
Dagný og Fríða fóru báðar útaf meiddar í seinasta leik og óvíst með þátttöku þeirra. Það er stór missir fyrir Selfoss liðið, Anna Björk stígur upp og setur loksins fyrsta mark. Katrín Ómars jafnar fyrir KR og KR fagnar stiginu töluvert meira en Selfyssingar.

Þór/KA 0 – 3 Breiðablik
Það er aldrei létt að fara til Akureyrar en Breiðablik einfaldlega betra lið og spila skemmtilegasta og besta boltann í deildinni. Sveindís og Alexandra byrja snemma að hita upp fyrir landsleikina og sjá um markaskorun.

ÍBV 0 – 2 Fylkir
Cecilía elskar ekkert meira en hrein lök. Berglind Rós leiðir sitt lið og setur fyrsta markið. Leikurinn einkennist af mikilli baráttu þar sem veðrið mun ekki bjóða uppá skemmtilegasta fótboltann og spái a.m.k. tveimur vítum og lágmark 30 hornspyrnur.

Stjarnan 1 – 2 Valur
Valur heldur áfram að vinna til að reyna að búa til hreinan úrslitaleik við Blika í lok mánaðarins. Stjarnan byrjar þó betur og Aníta Ýr skorar fyrsta markið snemma leiks. Eftir það tekur Valur yfir leikinn og Elín Metta og Hlín skora að venju. Kanadíska undrið, Erin McLeod, kemur í veg fyrir stórsigur Vals.

Þróttur R 2 – 3 FH
Leikur umferðarinnar. Bæði lið þurfa nauðsynlega sigur og leikurinn mun einkennast af opnum færum og mikið um spjöld. Pho skorar þrennu fyrir FH og hún verður það sem skilur á milli liðanna.

Fyrri spámenn
Kristín Ýr Bjarnadóttir - 4 réttir
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir - 3 réttir
Bjarni Helgason - 3 réttir
Gunnar Magnús Jónsson - 3 réttir
Halldór Jón Sigurðsson - 3 réttir
Sandra María Jessen - 3 réttir
Natasha Anasi - 2 réttir
Oliver Sigurjónsson - 2 réttir
Orri Sigurður Ómarsson - 2 réttir
Gunnar Borgþórsson - 1 réttur