ţri 15.sep 2020
Úr ađhlátursefni yfir til Tottenham
Matt Doherty fagnar marki međ Úlfunum.
Tottenham keypti bakvörđinn Matt Doherty frá Wolves á 14,7 milljónir punda í sumar. Doherty á tíu ára feril ađ baki hjá Úlfunum en Eggert Gunnţór Jónsson, miđjumađur FH, var samherji hans ţar tímabiliđ 2012/2013.

Eggert og Doherty eru góđir félagar en ţegar ţeir léku saman leit lítiđ út fyrir ađ sá síđarnefndi myndi slá í gegn í ensku úrvalsdeildinni.

„Ţetta er skemmtileg saga. Hann var keyptur eftir ađ hafa átt leik lífs síns í ćfingaleik á undirbúningstímabili á móti Wolves," sagđi Eggert í útvarpsţćttinum Fótbolti.net á X-inu á laugardag.

„Ţegar ég var ţarna ţá var hann mjög langt frá ţví ađ vera klár. Hann var sendur á lán til Bury og HIbernian og var eiginlega ađhlátursefni á ţeim tíma. Hann er frábćr drengur en mađur sá ekki alveg fyrir á ţessum tíma ađ hann myndi ná svona svakalega langt."

Wolves féll úr ensku úrvalsdeildinni ţegar Eggert spilađi međ liđinu en undanfarin ár hefur liđiđ tekiđ stór skref fram á viđ. Eggert rćddi nánar um Wolves í útvarpsţćttinum en spjalliđ viđ hann hefst eftir rúmar 67 mínútur.