sun 20.sep 2020
Maggi Bö spáir í 17. umferđ Lengjudeildarinnar
Maggi Bö ađ störfum.
Maggi spáir ţví ađ Grindavík geri jafntefli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliđi Breiđfjörđ

Rafn Markús Vilbergsson fékk tvo rétta ţegar hann spáđi í síđustu umferđ Lengjudeildarinnar.

Magnús Valur Böđvarsson, Maggi Bö, vallarstjóri á KR-vellinum, dómari og sérfrćđingur um 4. deildina, spáir í 17. umferđina sem hefst eftir nokkrar mínútur.

Vestri 3 - 0 Leiknir F. (11 í dag)
Ţađ bendir allt til ţess ađ hitastigiđ verđi fyrir neđan frostmark fyrir vestan og ţannig elska Vestfirđingar ađ hafa ţađ. Sigurđur Grétar mun skora eitt og Gabríel Hrannar og Viđar Ţór Sigurđsson henda í sitt hvort markiđ beint úr Vesturbćnum. Minn mađur Binni Skúla fćr lánađan snjógalla til ađ vera í á bekknum.

Magni 0 - 3 Leiknir R. (16 í dag)
Leiknismenn virđast 'matcha' illa gegn Magna en ţađ kemur ekki ađ sök í ţetta skiptiđ. Flćkjum hlutina ekkert. Minn mađur Sólon Breki hendir í ţrennu enda ađ fagna nćst síđustu klippingu sinni á ferlinum.

ÍBV 2 - 1 Ţór (16:30 á morgun)
Eyjamenn eru orđnir bilađir á öllum ţessum jafnteflum og munu rífa sig í gang og taka loksins sigur. Gary Martin nennir aftur ađ fara skora og setur tvennu. Loftur mun svara fyrir Ţór í uppbótartíma en ţađ verđur of seint.

Keflavík 4 - 1 Ţróttur R. (16 á morgun)
Ţađ verđur léttur 20 m/sek andvari í Keflavík. Ţróttarar munu liggja djúpt og beita skyndisóknum, og eftir eina slíka mun rauđi hundurinn Anton Hauks hreinsa boltann út í horn međ vindi sem mun feykja boltanum í netiđ. Ţađ virđist svo enginn getađ stoppađ Gibbsarann og sonur Jóa G mun henda í eitt. Mark Ţróttara mun koma úr Helguson ćttinni.

Afturelding 4 - 1 Víkingur Ó. (19:15 á morgun)
Ţađ er stađfest ađ Uxinn er vaknađur. Hann skorar og fćr rautt fyrir ađ hlaupa í gegnum menn sem blóđgast illa viđ ađ lenda fyrir Uxanum. Jason Dađi er ţá búinn ađ skora tvö og Kári Steinn eitt áđur en allt ţetta gerist. Indriđi Áki skorar langţráđ mark fyrir Ólsara.

Fram 2 - 2 Grindavík (19:15 á morgun)
Grindavíkingar elska jafntefli og henda ţví 0-2 forystu frá sér til ađ fá stígiđ góđa. Mínir uppáhaldsmenn úr Grindavík, Gummi Magg og Oddur Ingi, koma gulum í ţćgilega forystu en ţađ ţarf auđvitađ kraft úr Álftanesi til ađ koma Fram til baka ţegar Haraldur Ásgrímsson minnkar muninn. Hann leggur svo upp jöfnunarmark á Alexander Má.

Fyrri spámenn:
Pétur Theódór Árnason (5 réttir)
Cecilía Rán Rúnarsdóttir (4 réttir)
Jón Arnar Barđdal (3 réttir)
Katrín Ásbjörnsdóttir (3 réttir)
Sveindís Jane Jónsdóttir (3 réttir)
Anna Björk Kristjánsóttir (2 réttir)
Barbára Sól Gísladóttir (2 réttir)
Hörđur Ingi Gunnarsson (2 réttir)
Lucas Arnold (2 réttir)
Óskar Smári Haraldsson (2 réttir)
Rafn Markús Vilbergsson (2 réttir)
Brynjólfur Willumsson (1 réttur)
Hrafnkell Freyr Ágústsson (1 réttur)
Siggi Bond (1 réttur)
Úlfur Blandon (1 réttur)
Nikola Dejan Djuric (0 réttir)