fim 24.sep 2020
Byrjunarlið FH og Vals: Enginn Óli Kalli - Kristinn og Haukur byrja hjá Val
Ólafur Karl Finsen.
Haukur Páll Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FH og Valur mætast í toppslag í Pepsi Max-deildinni klukkan 16:15 á Kaplakrikavelli. Valsmenn eru með átta stiga forskot á toppnum en FH á leik inni.

Ólafur Karl Finsen er ekki í leikmannahópi FH en hann er á láni frá Val. Ólafur Karl hefði mátt spila leikinn ef FH hefði borgað Val ákveðna upphæð. Baldur Sigurðsson kemur inn í byrjunarliðið fyrir Ólaf Karl.

Kristinn Freyr Sigurðsson og Haukur Páll Sigurðsson koma báðir aftur inn í byrjunarlið Vals eftir að hafa verið fjarri góðu gamni í 5-1 sigrinum á Stjörnunni á mánudaginn. Einar Karl Ingvarsson og Kaj Leó í Bartalsstovu fara á bekkinn.Byrjunarlið FH
1. Gunnar Nielsen (m)
2. Hörður Ingi Gunnarsson
5. Hjörtur Logi Valgarðsson
7. Steven Lennon
8. Baldur Sigurðsson
9. Jónatan Ingi Jónsson
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
16. Guðmundur Kristjánsson
18. Eggert Gunnþór Jónsson
21. Guðmann Þórisson
29. Þórir Jóhann Helgason

Byrjunarlið Vals
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
7. Haukur Páll Sigurðsson (f)
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
13. Rasmus Christiansen
14. Aron Bjarnason
19. Lasse Petry
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
24. Valgeir Lunddal Friðriksson

BEINAR TEXTALÝSINGAR:
16:00 KA - HK
16:15 FH - Valur
16:15 Fjölnir - ÍA
16:15 KR - Grótta
19:15 Fylkir - Víkingur
19:15 Breiðablik - Stjarnan