fim 24.sep 2020
Evrópudeildin: Tottenham og Klaksvík einum sigri frá riđlakeppni
Kane og Son voru á skotskónum.
Alfons Sampsted spilađi 83 mínútur fyrir Bodö/Glimt ţegar liđiđ tapađi naumlega fyrir ítalska stórliđinu AC Milan í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld

Leikurinn fór fram í Mílanó en Bodö/Glimt tók forystuna eftir 15 mínútna leik. AC Milan svarađi ţví strax og leiddi 2-1 í hálfleik. Leikurinn endađi međ 3-2 sigri Milan. Hakan Calhanoglu var drjúgur og skorađi tvennu.

Ţađ fóru ţrjú Íslendingaliđ áfram í kvöld. FC Kaupmannahöfn vann 3-0 sigur á Piast Gliwice frá Póllandi og Malmö burstađi Lokomotiva Zagreb 5-0. Ragnar Sigurđsson spilađi 68 mínútur fyrir FCK en Arnór Ingvi Traustason var ónotađur varamađur hjá Malmö. Ţá vann Rosenborg 1-0 sigur gegn Alanyaspor frá Tyrklandi. Hólmar Örn Eyjólfsson lék í vörn Rosenborg.

Ísak Óli Ólafsson var ónotađur varamađur hjá SönderjyskE sem tapađi 3-0 gegn Viktoria Plzen frá Tékklandi.

Erik Lamela, Son og Harry Kane skoruđu mörk Tottenham í 3-1 sigri á Skendija 79 á Norđur-Makedóníu, en ţađ voru nokkur athyglisverđ úrslit í kvöld. Athyglisverđustu úrslit voru í Fćreyjum ţar sem KÍ Klaksvík vann 6-1 sigur á Dinamo Tibilsi frá Georgíu.

Klaksvík er núna einum leik frá ţví ađ komast áfram í Evrópudeildinni, eins og Malmö, FCK, AC Milan, Tottenham og fleiri félög.