mán 28.sep 2020
Fyrirliđi Fylkis á leiđ í tveggja leikja bann
Ragnar Bragi Sveinsson.
Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliđi Fylkis, fékk ađ líta rauđa spjaldiđ ţegar Fylkir vann útisigur gegn KR í Pepsi Max-deild karla í gćr.

„Kiddi Jóns er á sprettinum upp vinstri kantinn og Ragnar Bragi nýtir sér bleytuna og fleygir sér í glórulausa tćklingu! Báđar lappir á undan sér og önnur ţeirra frekar hátt uppi. Ragnar og Fylkismenn tryllast en ţetta er bara hárrétt," skrifađi Baldvin Már Borgarsson sem textalýsti leiknum.

Ţetta var annađ rauđa spjald Ragnars Braga á tímabilinu og hann er ţví á leiđ í tveggja leikja bann.

Hann verđur í banni gegn Breiđabliki í Kópavoginum nćsta sunnudag og svo í heimaleik gegn toppliđi Vals á fimmtudaginn í nćstu viku. Fylkismenn eru í baráttu um Evrópusćti.

Ţegar hann snýr úr banninu er hann svo bara einu gulu spjaldi frá ţví ađ fara aftur í bann.

Beitir Ólafsson, markvörđur KR, fékk einnig rautt í leiknum á Meistaravöllum í gćr, eins og frćgt er, en hann tekur út bann á fimmtudaginn ţegar KR heimsćkir Víking. Varamarkvörđurinn Guđjón Orri Sigurjónsson mun verja mark KR í ţeim leik.

Tvö rauđ spjöld komu í 1-1 jafnteflisleik Vals og Breiđabliks. Valgeir Lunddal Friđriksson, bakvörđurinn ungi hjá Val, verđur í banni gegn Gróttu á sunnudag og Davíđ Ingvarsson, bakvörđur Breiđabliks, tekur út bann á fimmtudag gegn KA.

Rćtt var um rauđu spjöldin í nýjasta Innkastinu.