miđ 30.sep 2020
Gunnar rekinn frá Ţrótti - Tómas Ingi í nýju teymi (Stađfest)
Gunnar Guđmundsson hefur veriđ rekinn.
Ţróttur Reykjavík hefur skipt um ţjálfara en Gunnar Guđmundsson hefur veriđ látinn taka pokann sinn. Hans síđasti leikur var tap gegn Magna í gćr en Ţróttarar eru markatölu frá ţví ađ vera í fallsćti í Lengjudeildinni.

Gunnar tók viđ Ţrótti fyrir ţetta tímabil en liđiđ hefur veriđ í miklu basli og ađeins skorađ fimmtán mörk í nítján leikjum.

Í tilkynningu á heimasíđu Ţróttar er nýtt teymi kynnt. Ţar er fyrstur nefndur Tómas Ingi Tómasson sem veriđ hefur sérfrćđingur í umfjöllun um Pepsi Max-deildina á Stöđ 2 Sport. Tómas er fyrrum ađstođarţjálfari U21-landsliđsins og lék á sínum tíma međ Ţrótti. Líklega er hann ađalţjálfari en ţađ er ţó ekki tekiđ fram.

Bjarnólfur Lárusson og Hallur Hallsson, fyrrum fyrirliđi Ţróttar, eru einnig í teyminu. Markvarđaţjálfari er Jamie Brassington. Ađ auki mun Ţórđur Einarsson yfirţjálfari vera í teyminu.

Teymiđ er ráđiđ út tímabiliđ.

Af heimasíđu Ţróttar:
Stjórn knd. Ţróttar hefur gert breytingu hjá mfl. karla sem verđur til ţess ađ ţeir Gunnar Guđmundsson og Srdjan Rakjovic láta af störfum. Í ţeirra stađ koma til starfa til loka tímabilsins ţeir Tómas Ingi Tómasson, Bjarnólfur Lárusson, Hallur Hallsson og Jamie Brassington markmannsţjálfari. Ađ auki mun Ţórđur Einarsson yfirţjálfari starfa međ hópnum. Ţađ er bćđi von okkar og trú ađ ţessi hópur muni leiđa liđiđ farsćllega ţennan tíma sem eftir er af keppnistímabilinu. Ţeim Gunnari og Rajko er ţakkađ óeigingjarnt starf. Jafnframt vill stjórn knd. óska ţeim alls hins besta í framtíđinni.