mán 05.okt 2020
[email protected]
Arsenal rekur lukkudýr sitt
Arsenal tilkynnti á dögunum að 55 starfsmönnum félagsins yrði sagt upp vegna kórónuveiru faraldursins.
Einn af þeim sem missti starfið er Jerry Quy en hann hefur seð um að leika lukkudýrið Gunnersaurus síðan 1993.
Gunnersaurus er risaeðla sem hefur haldið uppi stemningunni á heimaleikjum liðsins.
Quy hefur verið stuðningsmaður Arsenal síðan 1963 en hann sleppti meira að segja brúðkaupi bróður síns til að missa ekki af heimaleik hjá liðinu.
Arsenal hefur staðfest að Quy hafi verið rekinn en félagið stefni þó á að láta Gunnersaurus snúa aftur síðar.
|