mán 05.okt 2020
Choupo-Moting hefur aldrei veriđ keyptur á ferlinum
Evrópumeistarar FC Bayern stađfestu komu Eric Maxim Choupo-Moting til félagsins fyrr í dag.

Choupo-Moting skrifađi undir tveggja ára samning viđ Bayern en hann kom á frjálsri sölu eftir ađ samningur hans viđ Paris Saint-Germain rann út í sumar.

Choupo-Moting er undarlegt tilfelli af knattspyrnumanni. Bayern er sjöunda félagiđ sem hann spilar fyrir á ferlinum en hann hefur aldrei veriđ keyptur. Ţessi kamerúnski landsliđsmađur hefur alltaf skipt um félag á frjálsri sölu nema einu sinni ţegar hann fór á lánssamningi.

Hann byrjađi atvinnumannaferilinn hjá Hamburger SV í Ţýskalandi og var svo lánađur til Nürnberg áđur en hann skipti yfir til Mainz á frjálsri sölu.

Choupo-Moting býr yfir mikilli reynslu úr ţýska boltanum en hann hélt nćst til Schalke og spilađi 106 leiki ţar áđur en hann skipti yfir til Stoke City sumariđ 2017 og féll úr ensku úrvalsdeildinni. Ári síđar var hann kominn til Parísar.

Ferill Eric Maxim Choupo-Moting:
2007-2011 Hamburger SV
2009-2010 Nürnberg (lán)
2011-2014 Mainz
2014-2017 Schalke
2017-2018 Stoke
2018-2020 PSG
2020- FC Bayern