mán 05.okt 2020
Kluivert til RB Leipzig (Staðfest)
Justin Kluivert.
Vængmaðurinn Justin Kluivert er genginn í raðir RB Leipzig á lánssamningi frá Roma.

Lánssamningurinn er út tímabilið en glugganum í Þýskalandi verður lokað núna klukkan 16 að íslenskum tíma.

Kluivert er 21 árs gamall og hefur verið hjá Roma síðan 2018 en þá kom hann frá uppeldisfélagi sínu, Ajax í Hollandi.

Hann er sonur Patrick Kluivert og á sjálfur tvo A-landsleiki fyrir Holland.

Annars er það að frétta frá Roma að félagið mun ekki fá Stephan El Shaarawy aftur til félagsins frá Shanghai Shenhua áður en glugganum verður lokað.