mán 05.okt 2020
[email protected]
Samúel Kári aftur til Viking (Staðfest)
Samúel Kári Friðjónsson er genginn aftur í raðir Viking í efstu deild norska boltans. Hann er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við félagið eftir dvöl hjá SC Paderborn í Þýskalandi.
Samúel Kári lék fyrir Viking að láni í fyrra og stóð sig svo vel að Paderborn ákvað að krækja í hann frá Vålerenga.
Hann kom aðeins við sögu í fimm leikjum í þýska boltanum er Paderborn féll á sínu fyrsta tímabili í efstu deild.
Þjálfara breytingar urðu hjá Paderborn í sumar og breytingar á hópnum. Samúel hefur ekki verið í myndinni í byrjun tímabils. Samúel er 24 ára gamall og á hann 8 A-landsleiki að baki. Hann var í hópnum gegn Englandi og Belgíu í síðasta mánuði. Hann ólst upp hjá Keflavík og getur bæði spilað sem miðjumaður og hægri bakvörður.
Hjá Viking hittir hann miðvörðinn Axel Óskar Andrésson sem er með fast sæti í byrjunarliðinu. Þeir komu báðir upp í gegnum unglingaakademíuna hjá Reading.
|