mið 14.okt 2020
Byrjunarlið Íslands: Rúnar Alex í markinu - Skipt um leikkerfi
Rúnar Alex er í markinu.
Íslenska landsliðsið tekur á móti því belgíska í fjórða leik sínum af sex í 2. riðli A-deildar Þjóðadeildarinnar í kvöld.

Leikurinn hefst klukkan 18:45 og hefur byrjunarlið Íslands verið opinberað.

Landsliðsþjálfarinn Erik Hamren og aðstoðarmaður hans, Freyr Alexandersson, munu ekki stýra liðinu frá hliðarlínunni í kvöld og verða í þeirra stað þeir Arnar Þór Viðarsson og Davíð Snorri Jónasson.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum

Sex breytingar eru á liðinu frá leiknum gegn Danmörku. Rúnar Alex Rúnarsson byrjar í markinu í stað Hannesar Halldórssonar. Ragnar Sigurðsson og Alfreð Finnbogason eru frá vegna meiðsla og þeir Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson eru ekki lengur á landinu. Birkir Már Sævarsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Ari Freyr Skúlason, Albert Guðmundsson og Jón Daði Böðvarsson koma ásamt Rúnari í byrjunarliðið.

Ísland mun spila leikkerfið 5-3-2 ef marka má færslu Knattspyrnusambandsins á Twitter.

Byrjunarlið Íslands:
13. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Hólmar Örn Eyjólfsson
4. Guðlaugur Victor Pálsson
5. Sverrir Ingi Ingason
8. Birkir Bjarnason (f)
16. Rúnar Már S Sigurjónsson
18. Hörður Björgvin Magnússon
20. Albert Guðmundsson (f)
22. Jón Daði Böðvarsson
23. Ari Freyr Skúlason

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum