mið 14.okt 2020
[email protected]
Hvorki Englendingar né Danir skilja vítadóminn
 |
England tapaði fyrir Danmörku. |
England tapaði fyrir Danmörku þegar liðin áttust við á Wembley í Þjóðadeildinni í kvöld.
Eina mark leiksins gerði Christian Eriksen, miðjumaður Inter, af vítapunktinum. Vítaspyrnan var dæmd þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik og stuttu eftir að England hafði misst Harry Maguire af velli með rautt spjald.
Vítaspyrnudómurinn var samt frekar furðulegur dómur eins og má sjá hérna.
Gary Lineker, fyrrum landsliðsmaður Englands sem starfar núna í fjölmiðlum, skildi ekkert í því að vítaspyrna var dæmd og danskur kollegi hans var því sammála.
|