fim 15.okt 2020
[email protected]
Lukaku fékk treyjuna hjá Ara
 |
Lukaku gengur af velli með treyju Ara. |
Belgar unnu 1 - 2 sigur á Íslandi í Þjóðadeild UEFA í gærkvöldi en leikið var á Laugardalsvelli fyrir framan 59 áhorfendur.
Framherjinn skæði Romelu Lukaku sem spilar með Inter Milan á Ítalíu skoraði bæði mörk belgíska liðsins, það seinna úr vítaspyrnu
Eftir leikinn þökkuðu leikmenn hvorum öðrum fyrir leikinn eins og venja er.
Við það tækifæri ákváðu þeir Ari Freyr Skúlason og Romelu Lukaku að skiptast á treyjum.
Ari er atvinnumaður í Belgíu og hefur verið þar síðan árið 2016.
|