mán 26.okt 2020
Dele Alli ekki valinn í hóp í kvöld
The Athletic greinir frá ţví í dag ađ Dele Alli hafi ekki ferđast međ leikmannahópi Tottenham í leikinn gegn Burnley í kvöld.

Alli er ekki meiddur en Jose Mourinho, stjóri Tottenham, ákvađ ađ velja hann ekki í 18 manna hópinn.

Alli kom inn á sem varamađur í 3-0 sigrinum á LASK í Evrópudeildinni á fimmtudag en ţar spilađi hann 30 mínútur.

Byrjun tímabils hefur veriđ erfiđ hjá Alli en hann hefur ekki veriđ í byrjunarliđi Tottenham í ensku úrvalsdeildinni síđan í fyrstu umferđ gegn Everton.

Undir lok félagaskiptagluggans var hann orđađur viđ brottför frá Tottenham en á endanum fór hann ekki neitt. Alli virđist hins vegar vera neđarlega í áćtlunum Mourinho í augnablikinu.