lau 31.okt 2020
[email protected]
Jökull hélt hreinu - Excelsior gerði jafntefli
 |
 |
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
|
Jökull Andrésson hélt hreinu í sínum öðrum byrjunarliðsleik með Exeter City í ensku D-deildinni.
Jökull er ekki nema 19 ára gamall og leikur fyrir Exeter að láni frá Reading. Á heimasíðu Exeter er Jökli hrósað fyrir frammistöðu sína. Exeter lagði Carlisle að velli í dag 1-0 og er með 19 stig eftir 10 umferðir.
Exeter 1 - 0 Carlisle 1-0 T. Parkes ('48)
Rautt spjald: G. Toure, Carlisle ('60)
Elías Már Ómarsson lék þá allan leikinn en tókst ekki að skora er Excelsior gerði markalaust jafntefli við Go Ahead Eagles í hollensku B-deildinni.
Elías Már hefur verið funheitur á tímabilinu og er kominn með 12 mörk í 11 leikjum. Í dag tókst honum þó ekki að skora.
Þrátt fyrir mikla markaskorun Elíasar er Excelsior aðeins með 14 stig eftir 10 umferðir af deildartímabilinu.
G.A. Eagles 0 - 0 Excelsior Ögmundur Kristinsson var að lokum ónotaður varamaður í 2-0 sigri Olympiakos gegn Smyrnis í efstu deild gríska boltans.
Olympiakos er á toppi deildarinnar með 13 stig eftir 5 umferðir og markatöluna 12-1. Því er ansi erfitt fyrir Ögmund að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu um þessar mundir.
Olympiakos 2 - 0 Smyrnis 1-0 Koka ('65)
2-0 Koka ('72)
|