fim 05.nóv 2020
Tjón upp á yfir hálfan milljarđ í efstu deildum
Úr leik í Pepsi Max-deildinni.
Félögin í efstu tveimur deildum fótboltans á Íslandi urđu af um hálfum milljarđi, hiđ minnsta, í sumar vegna kórónuveirufaraldursins en ţetta kemur fram í fréttaskýringu hjá Sindra Sverrissyni á Vísi í dag.

Íslenskur toppfótbolti tók saman áćtlađ tekjufall sinna ađildarfélaga í sumar vegna kórónuveirunnar. Félögin misstu af tekjum af miđa- og veitingasölu á leikjum, og af ýmiss konar viđburđahaldi og yngri flokka mótum. Ekki er tekiđ tillit til skertra samninga viđ fyrirtćki.

Eftir ađ svör höfđu fengist frá 20 félögum í efstu tveimur deildunum nam heildarupphćđin um 400 milljónum króna. Ţá hafđi ţó ekki borist svar frá ÍBV en ljóst er ađ Eyjamenn urđu af tugum milljóna króna ţar sem ađ ekki var haldin Ţjóđhátíđ í ár. Sú upphćđ skiptist ţó á fleiri deildir félagsins en knattspyrnudeildina, ađ ţví er fram kemur í frétt Vísis.

Stjórnvöld hafa bođađ „umfangsmiklar stuđningsađgerđir“ viđ íţróttastarf í landinu á nćstunni en félög geta sótt um styrki vegna launa- og verktakagreiđslna frá og međ 1. október síđastliđnum, og sérstaka styrki vegna tekjufalls frá 1. júní til 1. október.

„Viđ vonum ţađ og ađ auđveldara verđi fyrir félögin ađ fara inn í ţennan vetur, ţegar viđ vitum ađ enn ţarf ađ búa viđ ţessar sóttvarnaađgerđir og ađ reksturinn ţyngist hjá ţeim fyrirtćkjum sem félögin lifa á međ auglýsingasamningum og ţess háttar. Ţetta mun hjálpa til viđ ađ komast í gegnum ţennan vetur, og vinna til baka tekjur sem töpuđust í sumar," segir Birgir Jóhannsson, framkvćmdastjóri hjá ÍTF, í samtali viđ Vísi.

Smellu hér til ađ lesa fréttina á Vísi