þri 10.nóv 2020
[email protected]
Endurkoma Gunnersaurus gleður Özil
Gunnersaurus, sneri aftur á Emirates leikvanginn í dag eftir hlé. Gunnersaurus er lukkudýr Arsenal. Gunnersaurus er risaeðla sem hefur haldið uppi stemningunni á heimaleikjum liðsins. Mesut Özil, sem er vægast sagt í kuldanum hjá Arsenal, bauðst í kjölfarið á uppsögn Jerry Quy, til að borga laun þess sem væri í búningi lukkudýrsins. Jerry Quy hafði verið í því starfi í 27 ár áður en hann var einn af 55 starfsmönnum sem missti vinunna í byrjun október.
Sjá einnig: Özil lét Arsenal líta heimskulega út Gunnersaurus birti af sér mynd á Twitter í dag og Özil skrifaði í tengdri færslu. „Glaður að sjá þig aftur þar sem þú átt að vera."
|