mið 11.nóv 2020
[email protected]
Allir heilir heilsu hjá Ungverjum - Rossi fylgist með úr herbergi sínu
 |
Marco Rossi |
„Allir leikmenn eru klárir í slaginn og ekkert að plaga þá," sagði Marco Rossi, ítalski þjálfari ungverska landsliðsins, á fréttamannafundi í dag.
Rossi greindist með kórónaveiruna og hefur ekki verið í kringum liðið í dag og verður ekki á hliðarlínunni á morgun. Rossi segist fylgjast með úr fjarska.
„Ég tel að mín fjarvera muni ekki hafa áhrif. Þar til í gærkvöldi var undirbúningurinn hefðbundinn en síðan hef ég þurft að fylgjast með úr fjarska. Ég fylgdist með þeim út um gluggann á herberginu mínu í dag. Ég var með þeim í fjarska og mun vera með þeim í gegnum allt þetta verkefni," bætti Rossi við.
Úrslitaleikur Íslands og Ungverjalands hefst klukkan 19:45 á morgun.
Sjá einnig: Erik Hamren vorkennir kollega sínum
|