mið 11.nóv 2020
[email protected]
Danmörk: Esbjerg óvænt úr leik - Ágúst og Kjartan komu að mörkum
 |
Gústi í leik með Víkingi í sumar. |
Esbjerg er tiltölulega óvænt fallið úr leik í danska bikarnum. Liðið lá 1-0 á útivelli gegn Nyköbing í 32-liða úrslitum keppninnar. Ólafur Helgi Kristjánsson er þjálfari liðsins og Andri Rúnar Bjarnason er á mála hjá liðinu. Andri Rúnar lék ekki með í dag.
Lyngby vann 0-9 útisigur á Slagelse. Frederik Schram varði mark Lyngby í leiknum og hélt hreinu. Þetta var fyrsti leikur Frederik á leiktíðinni.
Loks vann Horsens 2-4 útisigur á VSK Aarhus. Ágúst Eðvald Hlynsson lagði upp fyrsta mark Horsens í leiknum fyrir Thor Lange. Kjartan Henry Finnbogason fékk þá vítaspyrnu á 55. mínútu sem Casper Tengstedt skoraði úr. Bæði Ágúst og Kjartan léku allan leikinn.
Fyrr í dag fóru Ísak Óli Ólafsson, Aron Elís Þrándarson og Mikael Neville Anderson áfram með sínum liðum.
|