miđ 11.nóv 2020
„Versti stjóri í sögu úrvalsdeildarinnar" ađ byrja illa međ hollenska liđiđ
Jose Mourinho kallađi á sínum tíma Frank de Boer versta stjóra í sögu úrvalsdeildarinnar.

De Boer tók viđ Crystal Palace í júní áriđ 2017 en var rekinn tíu vikum seinna. Liđiđ tapađi fyrstu fjórum leikjum sínum í úrvalsdeildinni og skorađi ekki mark, versta byrjun félags í 93 ár í efstu deild.

Frank tók viđ hollenska landsliđinu í haust ţegar Ronald Koeman tók viđ Barcelona. Liđiđ gerđi 1-1 jafntefli gegn Spáni í dag og hefur Frank mistekist ađ vinna leik í fyrstu fjórum leikjum sínum sem ţjálfari liđsins. Leikirnir hafa veriđ gegn Bosníu og Hersegóvínu, Mexíkó, Spáni og Ítalíu.

Ţađ er í fyrsta sinn í sögu hollenska landsliđsins sem ţjálfari vinnur ekki leik í fyrstu fjórum leikjum sínum. Ţađ var Sergio Canales sem skorađi mark Spánverja en Donny van de Beek skorađi mark Hollendinga.

Sjá einnig:
Úrslit úr vináttulandsleikjum kvöldsins