fim 12.nóv 2020
Ísland í dag - Heldur frábær árangur í Víkinni áfram?
Frá æfingu í gær.
Íslenska landsliðið skipað leikmönnum sem fæddir eru árið 1998 og síðar mætir í dag Ítalíu í undankeppni fyrir EM.

Leikurinn fer fram á Víkingsvelli og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net og í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Ísland og Ítalía eru tvö af fjórum liðum sem eru í harðri toppbaráttu í riðlinum. Hin liðin eru Svíþjóð og Írland. Sigri Ísland í leiknum stígur liðið risastórt skref í átt að úrslitakeppninni.

Liðið hefur unnið alla fjóra heimaleiki sína í keppninni til þessa.

U21 - EM 2021
13:15 Ísland-Ítalía (Víkingsvöllur)