fös 13.nóv 2020
Holland: Elías skoraði seint, of seint
Helmond 2 - 1 Excelsior

Helmond vann Excelsior í hollensku B-deildinni í dag. Elías Már Ómarsson var á sínum stað í liði Excelsior og lék allan leikinn.

Helmond leiddi 2-0 frá 58. mínútu og allt fram á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Elías minnkaði muninn.

Það mark reyndist koma of seint fyrir gestina því liðinu tókst ekki að jafna í kjölfarið. Markið var fjórtánda deildarmark Elíasar og alls hans sextánda í öllum keppnum. Hann er með sex marka forystu á næstamarkahæsta leikmann deildarinnar.

Excelsior er í 8. sæti deildarinnar eftir tólf leiki með sautján stig.