lau 14.nóv 2020
Andrea í sigurliði - Óttar á bekknum
Kristrún Rut í leik með Selfossi haustið 2017.
Kalmar vann Kvarnsvedens í 26. umferð (upphaflega 4. umferð) sænsku kvenna B-deildarinnar.

Andrea Thorisson var í byrjunarliði Kalmar og lék fyrstu 82 mínútur leiksins í 3-1 sigri. Kristrún Rut Antonsdóttir lék þá síðustu 25 mínúturnar í 1-3 tapi Mallbackens gegn Jitex.

Tvær umferðir eru eftir af deildinni og er Kalmar með 45 stig í 4. sæti og Mallbackens með 42 stig í 5. sætinu.

Í ítölsku Serie B, karlamegin, var Óttar Magnús Karlsson ónotaður varamaður þegar Venezia vann 0-2 sigur á Entella. Bjarki Steinn Bjarkason var ekki í leikmannahópi Venezia þar sem hann er í landsliðshópi U21 árs landsliðsins.

Venezia er í 3. sæti deildarinnnar með þrettán stig eftir sjö umferðir.

Kalmar 3 - 1 Kvarnsvedens

Mallbackens 1 - 3 Jitex

Entella 0 - 2 Venezia