sun 15.nóv 2020
[email protected]
Þjóðadeildin: Wijnaldum með tvö í fyrsta sigri De Boer
 |
Georginio Wijnaldum fagnar marki. |
 |
David Brooks skoraði sigurmark Wales gegn Írlandi. |
Mynd: Getty Images
|
 |
Albanía lagði Kasakstan að velli. |
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
|
Holland skaust upp í fyrsta sæti riðils 1 í A-deild Þjóðadeildarinnar með 3-1 sigri á Bosníu á heimavelli. Georginio Wijnaldum, miðjumaður Liverpool, skoraði fyrstu tvö mörk Hollands í leiknum en Memphis Depay gerði það þriðja.
Þetta er fyrsti sigur Frank de Boer með hollenska liðið, en ljóst er að Bosnía fellur úr A-deild Þjóðadeildarinnar og niður í B-deild. Pólland og Ítalía eru einnig í þessum riðli. Í B-deild unnu Tyrkland, Finnland og Wales sína leiki. Rússar eru í fínum málum í riðli 3 upp á það að komast í A-deild, en í þeim sama riðli eru Serbar í hættu á að falla. Wales og Finnland berrjast um það að komast upp úr riðli 4, en Wales er með einu stigi meira. Þessi lið mætast í úrslitaleik í vikunni.
Þá unnu Armenía, Albanía og Hvíta-Rússland leiki sína í C-deild. Armenía er í öðru sæti í riðli 2 með einu stigi minna en topplið Norður-Makedóníu. Hvíta-Rússland er með tíu stig í riðli 4, tveimur stigum meira en Albanía. Þessi lið mætast í úrslitaleik um sæti í B-deild í vikunni.
A-deild: Holland 3 - 1 Bosnía 1-0 Georginio Wijnaldum ('6 )
2-0 Georginio Wijnaldum ('14 )
3-0 Memphis Depay ('55 )
3-1 Smail Prevljak ('63 )
B-deild: Tyrkland 3 - 2 Rússland 0-1 Denis Cheryshev ('11 )
1-1 Kenan Karaman ('26 )
2-1 Cengiz Under ('32 )
3-1 Cenk Tosun ('52 , víti)
3-2 Daler Kuzyaev ('57 )
Rautt spjald: Andrey Semenov, Rússland ('24)
Búlgaría 1 - 2 Finnland 0-1 Teemu Pukki ('7 )
0-2 Robin Lod ('45 )
1-2 Dimitar Iliev ('68 , víti)
Wales 1 - 0 Írland 1-0 David Brooks ('67 )
C-deild: Georgía 1 - 2 Armenía 0-1 Gevorg Ghazaryan ('33 )
1-1 Valeri Kazaishvili ('65 , víti)
1-2 Sargis Adamyan ('86 )
Hvíta-Rússland 2 - 0 Litháen 1-0 Evgeni Yablonski ('5 )
2-0 Max Ebong ('20 )
Albanía 3 - 1 Kasakstan 1-0 Sokol Cikalleshi ('16 )
2-0 Ardian Ismajli ('23 )
2-1 Aibol Abiken ('25 )
3-1 Rey Manaj ('61 , víti)
Það hefjast átta leikir í Þjóðadeildinni klukkan 19:45. Þar á meðal er leikur Danmerkur og Íslands. Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu.
Önnur úrslit: Þjóðadeildin: Skotland tapaði í Slóvakíu
|