mið 18.nóv 2020
[email protected]
Bernardeschi og Khedira gætu yfirgefið Juventus í janúar
 |
Federico Bernardeschi. |
Federico Bernardeschi og Sami Khedira gætu yfirgefið Juventus í janúar samkvæmt ítölskum fjölmiðlum.
Bernardeschi hefur ekki fengið mikinn spiltíma á tímabilinu og Il Corriere della Sera segir að hann sé til sölu í janúar.
Juventus er víst einnig tilboðið að skoða lánstilboð í þennan fyrrum vængmann Fiorentina.
Khedira er ekki í áætlunum Andrea Pirlo. Þessi fyrrum landsliðsmaður Þýskalands var ekki valinn í Meistaradeildarhóp félagsins og hefur ekkert komið við sögu á tímabilinu.
|