fös 20.nóv 2020
Dagný og Sandra ekki með - Tveir nýliðar valdir
Dagný Brynjarsdóttir.
Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur þurft að gera tvær breytingar á hópi liðsins fyrir leikina gegn Slóvakíu og Ungverjalandi.

Dagný Brynjarsdóttir getur ekki tekið þátt vegna meiðsla en hún missti einnig af leiknum gegn Svíþjóð í síðasta mánuði.

Sandra María Jessen er í sóttkví þar sem smit hefur komið upp hjá félagsliði hennar, Leverkusen. Allir leikmenn liðsins hafa verið settir í sóttkví, en Sandra María hefur ekki greinst smituð.

Inn í hópinn koma þær varnarmaðurinn Kristín Dís Árnadóttir hjá Breiðabliki og sóknarmaðurinn Bryndís Arna Níelsdóttir hjá Fylki en þær eiga ekki A-landsleik að baki.

Ísland mætir Slóvakíu 26. nóvember og Ungverjalandi 1. desember, en báðir leikirnir fara fram ytra.

Hópurinn
Sandra Sigurðardóttir | Valur | 32 leikir
Cecilía Rán Rúnarsdóttir | Fylkir | 1 leikur
Sonný Lára Þráinsdóttir | Breiðablik | 7 leikir
Barbára Sól Gísladóttir | Selfoss | 1 leikur
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | Valur | 74 leikir, 10 mörk
Elísa Viðarsdóttir | Valur | 38 leikir
Hallbera Guðný Gísladóttir | Valur | 115 leikir, 3 mörk
Ingibjörg Sigurðardóttir | Valerenga | 33 leikir
Glódís Perla Viggósdóttir | Rosengard | 87 leikir, 6 mörk
Guðný Árnadóttir | Valur | 8 leikir
Anna Björk Kristjánsdóttir | Le Havre | 43 leikir
Sara Björk Gunnarsdóttir | Lyon | 134 leikir, 20 mörk
Rakel Hönnudóttir | Breiðablik | 102 leikir, 9 mörk
Alexandra Jóhannsdóttir | Breiðablik | 8 leikir, 2 mör
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir | Breiðablik | 10 leikir, 2 mörk
Agla María Albertsdóttir | Breiðablik | 31 leikur, 2 mörk
Hlín Eiríksdóttir | Valur | 17 leikir, 3 mörk
Svava Rós Guðmundsdóttir | Kristianstads | 22 leikir, 1 mark
Berglind Björg Þorvaldsdóttir | Le Havre | 46 leikir, 4 mörk
Sveindís Jane Jónsdóttir | Breiðablik | 3 leikir, 2 mörk
Elín Metta Jensen | Valur | 52 leikir, 16 mörk
Kristín Dís Árnadóttir |Breiðablik | 0 leikir
Bryndís Arna Níelsdóttir | Fylkir | 0 leikir