sun 22.nóv 2020
Byrjunarlið Fulham og Everton: Richarlison snýr aftur - Gylfi og Mitrovic á bekknum
Gylfi á bekknum en Richarlison byrjar
Fulham tekur á móti Everton í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn hefst klukkan 12:00 og er í beinni útsendingu á Síminn Sport.

Everton byrjaði tímabilið frábærlega en hallað hefur undan fæti að undanförnu og liðið án sigurs í fjórum deildarleikjum. Fulham vann gegn WBA í þarsíðustu umferð en annars hefur gengið illa.

Scott Parker, stjóri Fulham, gerir tvær breytingar frá tapinu gegn West Ham í síðustu umferð. Aleksandar Mitrovic og Zambo Anguissa taka sér sæti á bekknum og inn koma Ivan Cavaleiro og Mario Lamina.

Carlo Ancelotti, stjóri Everton, gerir fjórar breytingar frá tapinu gegn Manchester United í síðustu umferð. Gylfi Þór Sigurðsson byrjar á bekknum í dag. Richarlison, Ben Godfrey, Yerry Mina og Alex Iwobi koma inn í byrjunarliðið. Richarlison snýr aftur eftir þriggja leikja bann.

Byrjunarlið Fulham: Areola, Andersen, Cairney, Reid, Adarabioyo, Cavaleiro, Lemina, Lookman, Reed, Robinson, Aina.

(Varamenn: Rodak, Odoi, Ream, Bryan, Anguissa, Loftus-Cheek, Mitrovic.)

Byrjunarlið Everton: Pickford, Godfrey, Digne, James, Mina, Keane, Iwobi, Allan, Richarlison, Calvert-Lewin, Doucoure.

(Varamenn: Olsen, Holgate, Gomes, Gylfi Þór, Davies, Bernard, Tosun.)