fim 26.nóv 2020
Gattuso: Vona ađ Maradona heilsi systur minni ţarna uppi
Diego Maradona, kóngurinn í Napoli
Napoli lék í kvöld gegn Rijeka í Evrópudeildinni. Napoli vann 2-0 sigur á króatíska liđinu.

Fyrir leik var Diego Armando Maradona minnst međ blysum fyrir utan heimavöllinn. Maradona lést í gćr en hann er mesta gođsögn í sögu Napoli fyrir tíma sinn ţar sem leikmađur liđsins.

Gennaro Gattuso, fyrrum leikmađur AC Milan og nú ţjálfari Napoli, var spurđur út í Maradona eftir leikinn í kvöld.

„Diego kom frá annarri plánetu og hann mun lifa ađ eilífu eins og allar gođsagnir. Ég vona ađ hann heilsi systur minni ţarna uppi."

„Ég veit ekki hvort San Gennaro eđa Maradona er mikilvćgari fyrir ţessa borg, međ fullri virđingu fyrir dýrlingnum (San Gennaro)."