fös 27.nóv 2020
[email protected]
Ronaldo hvíldur á morgun
 |
Cristiano Ronaldo. |
Sky Sport Italia segir frá því að Cristiano Ronaldo verði hvíldur þegar Juventus heimsækir Benevento á morgun.
Benevento er í 14. sæti í ítölsku A-deildinni og greinilegt að Andrea Pirlo lítur svo á að Juventus hafi efni á því að hvíla Ronaldo gegn þessum mótherjum.
Sagt er að Ronaldo verði eftir í Tórínó og því má búast við því að Paulo Dybala eða Dejan Kulusevski byrji með Alvaro Morata.
Danilo gæti einnig verið hvíldur í leiknum.
Ronaldo er með átta mörk í fimm leikjum fyrir Juventus í ítölsku A-deildinni á þessu tímabili. Liðið er í fjórða sæti með sextán stig, fjórum stigum á eftir toppliði AC Milan.
|