sun 29.nóv 2020
Spánn: Jafnt í toppbaráttuslag
Real Sociedad 1 - 1 Villarreal
0-1 Gerard Moreno ('6, víti)
1-1 Mikel Oyarzabal ('33, víti)

Real Sociedad og Villarreal mættust í spænsku toppbaráttunni í kvöld og úr varð hörkuleikur.

Villarreal tók forystuna snemma leiks þegar Gerard Moreno skoraði úr vítaspyrnu. Mikel Oyarzabal jafnaði svo fyrir heimamenn úr vítaspyrnu síðar í hálfleiknum.

Heimamenn í Sociedad voru betri í fyrri hálfleik en Villarreal var sterkari aðilinn eftir leikhlé.

Meira var þó ekki skorað og sanngjarnt jafntefli niðurstaðan. Sociedad er á toppi deildarinnar með 24 stig eftir 11 umferðir. Villarreal er í þriðja sæti, með 20 stig.