fös 04.des 2020
[email protected]
Alexander-Arnold og Keita gætu spilað um helgina
 |
Trent Alexander-Arnold |
Trent Alexander-Arnold og Naby Keita snúa aftur til æfinga með Liverpool í dag.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpol, staðfesti þetta á fréttamannafundi í dag og segir að leikmennirnir gætu náð leiknum gegn Wolves á sunnudag.
Alexander-Arnold tognaði aftan í læri gegn Manchester City fyrir tæpum mánuði.
Keita meiddist gegn Leicester fyrir tveimur vikum en báðir leikmennirnir eru nú klárir á ný.
|