mið 06.jan 2021
Pochettino vill fá Eriksen til PSG
Mauricio Pochettino, nýráðinn þjálfari PSG, vill fá Christian Eriksen til félagsins í þessum mánuði.

Danski miðjumaðurinn spilaði undir stjórn Pochettino hjá Tottenham og þeir þekkjast vel.

Eriksen fór frá Tottenam til Inter á 16,9 milljónir punda fyrir ári síðan en dvöl hans á Ítalíu hefur gengið erfiðlega.

Hinn 28 ára gamli Eriksen gæti nú verið á förum frá Inter en hann hefur verið orðaður við endurkomu í ensku úrvalsdeildina.

Há laun Eriksen gera það að verkum að fá félög hafa burði til að fá leikmanninn í sínar raðir en PSG gæti gert það.