miđ 06.jan 2021
Karólína Lea skrifar undir hjá Bayern
Karolína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmađur Breiđabliks, er á leiđ til ţýska félagsins Bayern Munchen. Fótbolti.net greindi fyrst frá áhuga Bayern fyrir áramót.

Mbl.is greindi frá ţví í dag ađ Karólína skrifi undir á nćstu dögum og ţá stađfesti Vísir ađ hún muni halda utan á morgun og skrifa undir ţriggja og hálfs árs samning.

Bayern Munchen er á toppnum í ţýsku úrvalsdeildinni en liđiđ hefur unniđ alla tólf leiki sína á tímabilinu og er međ markatöluna 40:1!

Núverandi meistarar í Wolfsburg eru fimm stigum á eftir Bayern í augnablikinu. Sveindís Jane Jónsdóttir gekk til liđs viđ Wolfsburg í gćr en hún mun vera á láni hjá Kristianstad í Svíţjóđ á nćsta ári.

Hin 19 ára gamla Karólína varđ Íslandsmeistari međ Breiđabliki í sumar og kom inn í byrjunarliđ íslenska landsliđsins í undankeppni EM.

Karólína hefur skorađ 32 mörk í 88 leikjum međ Breiđabliki síđan hún kom til félagsins frá FH fyrir ţremur árum.

Hún hefur á ţeim tíma unniđ tvo Íslandsmeistaratitla, bikarmeistaratitil og fariđ međ liđinu í 16-liđa úrslit Meistaradeildar Evrópu.