mið 06.jan 2021
[email protected]
McCarthy rekinn eftir tvo mánuði á Kýpur
Mick McCarthy hefur verið rekinn úr starfi sem þjálfari APOEL Nicosia á Kýpur. Hinn 61 árs gamli McCarthy var einungis tvo mánuði við stjórnvölinn hjá liðinu.
MccArthy var rekinn eftir fjögur töp í röð að undanförnu.
McCarthy hefur á ferli sínum meðal annars stýrt írska landsliðinu, Wolves, Ipswich og Sunderland.
|