fim 07.jan 2021
[email protected]
Mun Beckham ráða Neville?
 |
Phil Neville hefur að undanförnu stýrt enska kvennalandsliðinu. |
Inter Miami, sem leikur í MLS-deildinni í Norður-Ameríku, hefur rætt við Phil Neville um að hann taki við liðinu.
Inter Miami kláraði á síðasta ári sitt fyrsta ár í MLS-deildinni en félagið er að hluta til í eigu David Beckham, fyrrum liðsfélaga Neville hjá Manchester United.
Hinn 43 ára gamli Neville hefur undanfarin ár þjálfað enska kvennalandsliðið en hann mun hætta í því starfi næsta sumar. Diego Alonso er núverandi stjóri Inter Miami en félagið sagði frá því í síðusta mánuði að framtíð hans væri óráðin; það væri óljóst hvort hann yrði áfram.
Inter Miami hafnaði í tíunda sæti af 14 liðum í austureild MLS-deildarinnar á síðasta ári.
|