miđ 06.jan 2021
Ítalía: Útlitiđ betra fyrir Juventus eftir sigur á Milan
Góđur sigur fyrir Juventus.
Milan 1 - 3 Juventus
0-1 Federico Chiesa ('18 )
1-1 Davide Calabria ('41 )
1-2 Federico Chiesa ('62 )
1-3 Weston McKennie ('76 )

Ítalíumeistarar Juventus sýndu sitt rétta andlit í lokaleik ítölsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Meistararnir fóru í heimsókn til toppliđs AC Milan og ţar skorađi Federico Chiesa eftir 18 mínútna leik. Stađan var hins vegar 1-1 í hálfleik ţar sem bakvörđurinn Davide Calabria jafnađi metin fyrir Milan.

Chiesa var aftur á ferđinni fyrir Juventus eftir rúmlega klukkutíma leik og miđjumađurinn West McKennie náđi ađ fylgja ţví eftir međ marki ţegar tćpur stundarfjórđungur var eftir af venjulegum leiktíma.

Milan hefur veriđ án Zlatan Ibrahimovic í síđustu leikjum og hann var ekki heldur međ í kvöld; lokatölur 3-1 fyrir Juventus. Milan er áfram á toppnum međ 37 stig, en útlitiđ er betra fyrir Juventus núna. Meistararnir eru međ 30 stig og leik til góđa á Milan.

Önnur úrslit:
Ítalía: Sigurganga Inter á enda - Andri spilađi ekki