fim 07.jan 2021
Vilja ţjálfara í sama gćđaflokki og Heimir
Heimir Guđjónsson.
Fćreyjameistarar HB í Ţórshöfn eru í ţjálfaraleit eftir ađ Daninn Jens Berthel Askou lét af störfum til ađ taka viđ Horsens í heimalandinu.

Undir stjórn Askou vann HB tvöfalt á síđasta ári en hann var eitt ár viđ stjórnvölinn. Ţar á undan var Heimir Guđjónsson ţjálfari HB í tvö ár, vann meistaratitilinn fyrra áriđ og bikarinn ţađ seinna.

Heimir gerđi Val ađ Íslandsmeisturum á síđasta tímabili eins og lesendur vita vel.

Thomas Juul S. Thomsen, varaformađur HB, segir viđ in.fo ađ félagiđ ćtli ađ ráđa ţjálfara í sama gćđaflokki og ţeir Heimir og Askou. Ráđinn verđi erlendur ţjálfari í starfiđ.

Thomsen segir ađ ţađ hafi veriđ mikill áhugi á ţjálfarastarfinu fyrir ári síđan en hann sé enn meiri núna. Margir ţjálfarar hafi sýnt starfinu áhuga. Hann telur ađ góđur árangur fćreyskra liđa í Evrópukeppni og sú stađreynd ađ Covid-19 faraldurinn hafi haft lítil áhrif á fćreyskan fótbolta ýti undir áhuga.

Spurning er hvort einhverjir íslenskir ţjálfarar hafi sóst eftir starfinu hjá HB?