mán 18.jan 2021
Enski boltinn - Liverpool getur ekki skorað
Rikki G og Hrafn Kristjánsson.
Erkifjendurnir í Liverpool og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Rikki G, lýsandi á Stöð 2 sport, og Hrafn Kristjánsson, körfuboltaþjálfari og stuðningsmaður Liverpool, fóru yfir leiki helgarinnar í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" að þessu sinni.

Það eru White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.

Meðal efnis: Liverpool hættir að skora, saðsamur Solskjær, leikur sem hentaði miðvörðum Liverpool vel, Bruno Fernandes lélegur í stóru leikjunum, Shaw maður leiksins, McTominay öflugur, leikmenn með vettlinga, Rashford má ekki gleyma sér, Van Dijk klár fyrir mars?, Hodgson á endastöð, afmælisgjöf fyrir Pep, City finnur þríhyrninginn, Chelsea aftur á sigurbraut, heimskulegt rautt spjald, stór nöfn á ferðinni í sumar, myndu vilja fá Haaland, ótrúlegt mark hjá Ndombele, Úlfarnir í veseni og margt fleira.

Hlustaðu í spilaranum hér að ofan eða í gegnum Podcast forrit.