mið 27.jan 2021
[email protected]
„Lélegasti varnarleikur í sögu knattspyrnunnar" hjá Man Utd
Manchester United tapaði gríðarlega óvænt fyrir Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Sheffield United hafa verið hörmulegir á tímabilinu til þessa og höfðu aðeins náð í fimm stig í 19 leikjum fyrir leikinn í kvöld. Þeir mættu hins vegar á Old Trafford og börðust eins og ljón.
Harry Maguire jafnaði fyrir Man Utd á 64. mínútu eftir að Sheffield United hafði tekið forystuna í fyrri hálfleik. Sheffield United tók hins vegar aftur forystuna á 74. mínútu.
Það óhætt að segja að Man Utd hafi ekki sýnt besta varnarleik sem sést hefur í markinu. Markið má sjá hérna. Það var engin ákefð í varnarleiknum og það tókst hörmulega að koma boltanum í burtu. „Þetta var lélegasti varnarleikur í sögu knattspyrnunnar eins og hún leggur sig," skrifaði Tryggvi Páll Tryggvason, stuðningsmaður Man Utd á Twitter og fleiri tóku í sama streng.
|