fim 28.jan 2021
Æfingaleikur: Keflavík skoraði sex gegn ÍA
Markaskorararnir.
Keflavík 6 - 0 ÍA
Mörk Keflavíkur: Dröfn Einarsdóttir (4), Marín Rún Guðmundsdóttir og Natasha Moraa Anasi.

Keflavík og ÍA áttust við í æfingaleik í meistaraflokk kvenna í Reykjaneshöllinni í gærkvöld.

Keflavík, sem mun leika í Pepsi Max-deildinni á komandi leiktíð, sigraði leikinn 6-0.

Dröfn Einarsdóttir skoraði fjögur mörk og þær Marín Rún og Natasha Anasi skoruðu sitt markið hvor.

ÍA mun leika í Lengjudeildinni á komandi tímabili.