sun 14.feb 2021
Sjáðu hvernig fyrsta mark Sveindísar fyrir Kristianstad var
Sveindís í leik með Breiðabliki síðasta sumar.
Sveindís Jane Jónsdóttir var ekki lengi að láta til sín taka í sínum fyrsta leik með sænska félaginu Kristianstad.

Kristianstad tapaði 2-1 fyrir Häcken í æfingaleik en Sveindís kom Kristianstad yfir eftir 15 mínútna leik.

Hér fyrir ofan má sjá hennar fyrsta mark fyrir félagið.

Sveindís Jane, sem er aðeins 19 ára, fór á kostum með Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni í fyrra. Breiðablik var Íslandsmeistari og hún var besti leikmaður deildarinnar.

Hún var í láni hjá Breiðabliki frá Keflavík, en eftir tímabilið á Íslandi gekk hún í raðir þýska stórliðsins Wolfsburg. Hún mun fyrst um sinn leika með Kristianstad á láni þar sem hún spilar undir stjórn Elísabetu Gunnarsdóttur.

Kristianstad er á leið inn í afar stórt tímabil þar sem liðið mun í fyrsta sinn taka þátt í Meistaradeild Evrópu. Elísabetu hefur þjálfað liðið frá 2009 og Sif Atladóttir er einnig á mála hjá félaginu.